Tilurð
Verkefnið var framkvæmt að beiðni SSA (Sambands sveitarfélaga á Austurlandi) og í framhaldi úttektar á fjarnámi á Austurlandi. Tillögur að næstu skrefum voru þessar:
- Greina betur þarfir atvinnulífsins
- Kanna möguleika á auknu framboði raun-, verk- og tæknigreina áháskólastigi
- Kanna möguleika á eflingu iðnnáms á framhaldsstigi með tilliti tilfjarnáms
Þessi samantekt er í samræmi við lið 1 og er unnin upp úr gögnum sem aflað var með viðtölum og rafrænni spurningakönnun.
Markmið
Markmið verkefnisins var að kanna menntaþarfir fyrirtækja og stofnana á Austurlandi, sem og hæfni starfsmanna og stöðu þeirra hvað varðar sí- og endurmenntun.
Aðferð
Gagna var aflað með tvennum hætti. Annars vegar voru tekin sautján viðtöl við fulltrúa fyrirtækja og stofnana og hins vegar var lögð fyrir rafræn könnun um stöðu fyrirtækja hvað varðar menntaþörf starfsfólks, hæfni og menntunarstig, þörf fyrir fræðsluáætlanir og ráðgjöf varðandi sí- og endurmenntun.
NánarStaða þekkingar
Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á menntunarþörf atvinnulífsins hérlendis. Nokkrar nýlegar rannsóknir og greiningar snerta þó á viðfangsefninu.
NánarFyrirtæki á Austurlandi
Í september 2019 voru 2.003 fyrirtæki skráð á Austurlandi hjá Fyrirtækjaskrá, flest í Fjarðabyggð (41%) og á Fljótsdalshéraði (39%).
NánarNiðurstöður - viðtöl
Í viðtalskönnun var spurt um mönnunarstöðu fyrirtækjanna og hvernig gengi að ráða fólk með rétta hæfni í störfin. Spurt var um mannaaflaþörf framundan miðað við fyrirsjáanlega verkefnastöðu og símenntun starfsfólks og tengsl við fræðslustofnanir, m.a. hvort fyrirtækin væru með símenntunarstefnu. Að lokum var spurt um mat á menntunarþörfum landshlutans í dag og í nánustu framtíð.
NánarNiðurstöður - könnun
Könnun var send til fyrirtækja á Austurlandi í mars 2020. Alls voru 375 netföng fyrirtækja sem lágu til grundavallar og bárust 90 svör. Svarhlutfall var því 24%. Könnunin samanstóð af fjórtán spurningum; ellefu sem sneru beint að menntunarþörf og þremur um bakgrunn svarenda.
NánarNiðurlag
Ágætur samhljómur var víða milli viðtalskönnunar og spurningakönnunar. Almennt geta fyrirtæki og stofnanir bætt við sig fólki, aðgengi að menntun talið ágætt en þó misjafnt eftir greinum og flest fyrirtæki eru ekki með virka fræðslustefnu.
Nánar