Félagsleg seigla á Seyðisfirði
Samheldni íbúa á Seyðisfirði í kjölfar aurskriðanna í desember 2020 mælist yfir meðallagi og seigla íbúa birtist í bjartsýni og baráttuhug fyrir bænum. Afleiðingar skriðufallanna eru hins vegar áfallastreita hjá hluta íbúa, veðurótti og áhyggjur af frekari náttúruhamförum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn Austurbrúar á félagslegri seiglu á Seyðisfirði í kjölfar hamfaranna. Styrkur fékkst til verkefnisins úr Byggðarannsóknasjóði.
Skoða skýrsluLoftbrú
Mikill meirihluti þeirra sem nýtt hefur Loftbrú frá því að henni var komið á fót er ánægður með úrræðið en telur ástæðu til að hækka afsláttinn og fjölga ferðum sem séu innifaldar. Þetta er meðal þess sem fram kom í rannsókn sem Austurbrú vann í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga á landsbyggðinni og Vegagerðina árið 2022.
NánarEvrópuverkefni
Austurbrú tekur um þessar mundir þátt í tveimur Evrópuverkefnum sem snúa að náttúruvá á Seyðisfirði. Annað verkefnið kallast The HuT: The Human-Tech Nexus þar sem Austurbrú vinnur í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnir. Megin afurð verkefnisins er að gera upplýsingagátt með vefsíðu þar sem almenningur getur leitað eftir upplýsingum, t.d. um hættur á ofanflóðum, fræðsluefni fyrir börn og upplýsingum um mælitækin sem eru notuð á svæðinu.
Hitt verkefnið kallast The MEDiate og er unnið í samstarfi Austurbrúar, Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Tilgangur þess er að þróa kerfi sem styður við ákvarðanatöku í áhættustjórnun og tekur tillit til fjölþættra náttúruváratburða sem eru á einhvern hátt samhangandi.
NánarSjálfbærniverkefnið
Sjálfbærniverkefnið felst í að safna og gera aðgengileg gögn um þróun umhverfis, samfélags, efnahags í landshlutanum í kjölfar virkjunar- og álversuppbyggingar við Kárahnjúka og á Reyðarfirði upp úr síðustu aldamótum. Gagnasöfnunin hófst árið 2007 og hefur Austurbrú haldið utan um verkefnið frá árinu 2013 en Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun eru eigendur og rekstraraðilar þess. Á vef verkefnisins má nálgast gögnin og hægt er að fylgjast með þróuninni á svæðinu undanfarinn áratug. Öllum er frjálst að nýta gögnin. Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi hefur verið sagt merkilegt á heimsvísu því það er ekki sjálfgefið að samfélög séu vöktuð með þessum hætti í kjölfar stórframkvæmda.
NánarNORA - sjálfbært þotueldsneyti
Austurbrú, ásamt norska orkuklasanum Energi i Nord, hefur athugað fýsileika framleiðslu vistvæns þotueldsneytis á Austurlandi og í Norður-Noregi. Um er ræða rannsóknarverkefni styrkt af norræna samstarfsvettvanginum NORA. Frumniðurstöður gefa til kynna að mikill áhugi sé á grænvæðingu flugsamgangna, sem og áhugi á orkuskiptum í öðrum samgöngu- og flutningsmátum á landi og sjó.
NánarEldri verkefni
Í gagnasafninu okkar má finna eldri rannsóknaverkefni.
Gagnasafn Austurbrúar