Viðtalskönnun
Í viðtalskönnun var spurt um mönnunarstöðu fyrirtækjanna og hvernig gengi að ráða fólk með rétta hæfni í störfin. Eins var spurt hver væri mannaaflaþörfin framundan miðað við fyrirsjáanlega verkefnastöðu. Einnig var spurt um símenntun starfsfólks og tengsl við fræðslustofnanir, þá var meðal annars átt við hvort fyrirtækin væru með símenntunarstefnu. Að lokum var spurt um hvernig viðmælendur teldu að menntunarþörfum landshlutans í dag og í næstu framtíð.
Skoða spurningalistaAðferð
Alls voru tekin 17 viðtöl og rætt var við fólk úr ýmsum atvinnugreinum s.s. úr skógrækt, sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu, verslun, flutningum og verktakageiranum svo og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Viðtölin voru tekin frá nóvember 2019 til febrúar 2020.
Nánar