Frauki 2 - dekkri

Morgunfundir Austurbrúar

Röðin er komin að Ferðamálastofu sem ætlar að kynna mælaborð ferðaþjónustunnar, Framkvæmdasjóð ferðamanna og fleira. Fundurinn verður haldinn 13. apríl.

Dagskrá

  • Tilgangur Ferðamálastofu – Skarphéðinn Berg Steinarsson eða Elías Bj. Gíslason
  • Mælaborð ferðaþjónustunnar – Jakob Rolfsson
  • Gagnagrunnur ferðaþjónustunnar – Halldór Arinbjarnarson
  • Íslandsgáttin – Visiticeland.com – Inga Rós Antoníusdóttir
  • Ferðatryggingasjóður – Helena Karlsdóttir
  • Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir
  • Ferðahegðun Íslendinga 2020 og ferðaáform 2021 – Oddný Óladóttir
  • Hreint og Öruggt, og Vakinn – Áslaug Briem

Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um innihald erindanna eru hvattir til að hafa samband við fyrirlesarana. Finna má upplýsingar um þá, netföng o.fl. á vef Ferðamálastofu.

Fundurinn verður á Zoom en verður einnig sendur út í beinu streymi á Facebook-síðu Austurbrúar. Vanti þig fundarhlekk á Zoom hafðu þá samband við Jónínu Brynjólfsdóttur hjá Austurbrú.

Nánari upplýsingar


Jónína Brynjólfsdóttir

470 3807 // [email protected]

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn