Hreindýrskálfarnir Garpur og Mosi á Vínlandi voru m.a. heimsóttir í ferðinni og heilluðu þeir alla viðstadda upp úr skónum.

Segja má að blaðamennirnir, sem allir komu frá Bretlandi og höfðu aldrei heimsótt Ísland áður, hafi fengið góða yfirsýn yfir fjölbreytni landshlutans, hvort sem litið er til gistimöguleika, afþreyingar, matar og drykkjar eða veðurs.

Eftirfarandi fyrirtæki voru heimsótt í ferðinni, en samstarfsaðilar Austurbrúar ganga fyrir við skipulagningu svona ferða: Galdrahestar á Finnstöðum, Gistihúsið á Egilsstöðum, Hús handanna, Óbyggðasetur Íslands, East Highlanders í Hallormsstað, Hótel Staðarborg, Beljandi Brugghús, Bílasafnið á Breiðdalsvík, Norðurljósahús Íslands, Hótel Aldan, Skaftfell, Tehúsið, Vínland og Vök baths.

Aðalheiður Borgþórsdóttir og Björt Sigfinnsdóttir fylgdu blaðamönnum í bæjargöngu um Seyðisfjörð og Fjóla Þorsteinsdóttir um franska þorpið á Fáskrúðsfirði. Helga Hrönn Melsteð hjá Tinnu Adventure á Breiðdalsvík sá um akstur og leiðsögn í ferðinni og leysti það verkefni með glans!

Í lok ferðarinnar voru hreindýrskálfarnir Garpur og Mosi á Vínlandi heimsóttir og heilluðu þeir alla viðstadda upp úr skónum.

Hópurinn var afar ánægður með ferðina og þá gestrisni sem hann naut í hvívetna og er samstarfsaðilum Austurbrúar færðar þakkir fyrir góðar móttökur.

Myndir: Oddný Arnarsdóttir og Fannar Magnússon