Hacking Austurland auglýsing

Þátttakendur vinna að því að þróa lausnir við eftirfarandi áskorunum tengdum bláu auðlindinni:

  • Hvernig getum við aukið verðmætasköpun í sjávarútvegi með því að nýta tækni og nýjar aðferðir á skapandi hátt?
  • Hvernig getum við leitt saman sjávarútveg og landbúnað með því markmiði að stuðla að betri nýtingu afurða í báðum greinum?
  • Hvernig getum við skapað einstaka matarupplifun með því að tengja saman sjávarútveg og ferðaþjónustu?
  • Hvernig getum við stuðlað að því að hægt sé að kaupa beint frá báti?

Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Austurlandi. Útkoman úr lausnamótinu getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður, markaðsherferð, eða annað í þeim dúr.

Skráning opnar 16. ágúst á www.hackinghekla.is

Gerum gott samfélag enn betra með skapandi hugsun og nýsköpun – Við þurfum á þér og þínum hugmyndum að halda!

Hacking Austurland er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Austurbrú, Nordic Food in Tourism og Hugmyndaþorp. Íslandsbanki styrkir verkefnið.

EN

Hacking Austurland is a rural hackathon that takes place from 30th of September until 2nd of October 2021 in East Iceland. The task for our participants is to find various innovative solutions in regards to the topic „blue resources“. The outcome of the hackathon can be a digital solution, a product, a service, software, hardware, a project, a marketing campaign or anything similiar.

Registration opens at August 16th at

www.hackinghekla.is

We need you and your ideas!

Hacking Austurland is a joint project of Hacking Hekla, Austurbrú, Nordic Food in Tourism and Hugmyndaþorp. The project is funded by Íslandsbanki.

Verkefnisstjórn