16 verkefni styrkt á Borgarfirði eystra

Formleg úthlutunarathöfn fór fram í Hafnarhúsinu á Borgarfirði eystra. Segja má að athöfnin hafi verið fámenn en góðmenn þar sem veður setti strik í reikninginn en tveir styrkþegar lentu í hrakningum á Vatnsskarði eystra þar sem snjóaði hressilega þetta sumardagssíðdegi. Allir komust þó á leiðarenda.

Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú og stjórnarkona í verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar, hélt stutta tölu við athöfnina þar sem hún rifjaði m.a. upp kraftmikinn upphafspunkt verkefnisins, veturinn 2018, og áhrif verkefnisins og dugnað íbúa og styrkþega til þessa.

Styrkþegar fengu afhent viðurkenningarskjal og sprota af sitkagreni ásamt óskum um gott gengi við framkvæmd verkefna sinna. Mynd: ÁHB.

Nánari upplýsingar


Alda Marín Kristinsdóttir

[email protected]