Atlavík, Lagarfljót. Austurland Hallormsstaður. Ljósmynd: Jessica Auer.

Haustfundur ferðaþjónustunnar

Fimmtudaginn 4. nóvember hittumst við og fögnum og gleðjumst yfir árangri ferðaþjónustunnar á Austurlandi.

Skráning fyrir lok dags 23. október.

Sumarið 2021 var stórt fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi, sól og blíða svo vikum skipti og fjöldi fólks á ferðinni að kynna sér þennan dásamlega landshluta okkar. Það var mikið að gera hjá öllum og með lækkandi sól finnst okkur við hæfi að staldra við og bjóða í sannkallaða veislu fimmtudaginn 4. nóvember á Hótel Hallormsstað.

Taktu daginn frá og skráðu þig fyrir lok dags 23. október!

 

DAGSKRÁ

9:15–12:00 – „Með’í ferð“
Vísinda- og vinnustofuferð í langferðabifreið um eina af ferðaleiðum Austurlands. Hristum okkur saman og njótum þess sem Austurlandið hefur upp á að bjóða, látum hugann reika og eigum samtal um áfangastaðinn.

Mæting kl. 9:15 á Hótel Hallormsstað. Ferðin kostar 5.000 kr. og hádegismatur innifalinn.

12:00–13:00 – Hádegismatur
Athugið: Þeir sem vilja mæta snemma en ekki fara Með’í ferð geta mætt beint í hádegismat á eigin vegum kl. 12-13 og greitt 2.800 kr.

13:30–17:00 – Haustveisla ferðaþjónustunnar
Njótum þess að fræðast um alls konar tengt ferðaþjónustu en þó helst vetrarferðaþjónustu á haustfundi ferðaþjónustunnar.
Dagskrá auglýst síðar. Frítt inn fyrir samstarfsaðila Austurbrúar en 3.500 kr. fyrir aðra. 

19:00–fram á rauða nótt – Jólaveisla
Fögnum og gleðjumst yfir árangri ferðaþjónustunnar á Austurlandi og eigum kvöldstund saman með jólaívafi.
Verð á kvöldverði er 8.900 kr. og gistingu 11.900 kr. (eins manns herbergi) eða 14.900 kr. (tveggja manna herbergi).

 

SKRÁNING

Skráðu þig í allar eða valdar veislur: SKRÁ MIG