Námsverið og Austurbrú leita að starfsmanni til að hafa umsjón með húsnæði og þrifum á Búðareyri 1 (Fróðleiksmolanum) á Reyðarfirði. Um er að ræða fullt starf sem fer að jafnaði fram á dagvinnutíma en vinnutími tekur mið af starfsemi í húsnæðinu og því einnig um að ræða tilfallandi verkefni um kvöld og helgar. Mikilvægt er að starfsmaður geti hafið störf í október 2021.

Starfið felur í sér:

  • Umsjón með húseign og búnaði
  • Daglegt eftirlit og þrif
  • Bókanir á fundarsölum í námsverinu
  • Umsjón með kaffiveitingum
  • Umsjón með minni háttar viðhaldsverkefnum
  • Önnur verkefni sem starfs­manni eru falin

Hæfni:

  • Þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Mjög góð samskipta- og skipulagsfærni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af áþekkum verkefnum kostur

Nánari upplýsingar

Sverrir hjá Námsveri ([email protected]) og Jóna hjá Austurbrú ([email protected]).

Umsóknir

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2021.
Umsókn; kynningarbréf og ferilskrá, skal senda til Jónu ([email protected]).