Austurbrú leitar eftir starfsmanni í 50% starf til að sinna verkefnum sem tengjast umsýslu starfsstöðvarinnar á Vonarlandi á Egilsstöðum. Starfsmaðurinn mun sjá um daglega umsjón húsnæðis, umsjón með bifreiðum, innkaup, þrif, aðstoð við verkefnastjóra stofnunarinnar og umsjón og skipulag vegna námskeiða- og fundahalds stofnunarinnar. Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi þjónustulund, hæfni til  að bregðast við ýmsum
uppákomum og aðlagast hratt breytingum.

Ábyrgðarsvið

 • Umsjón með húsnæði og bifreiðum
 • Umsjón með pósti
 • Þrif og tiltekt á starfsstöð
 • Innkaup
 • Samskipti við verkefnastjóra
 • Ýmis tilfallandi verkefni sem koma upp í daglegum rekstri
 • Önnur verk sem starfsmanni eru falin af verkefnastjórum og stjórnendum

Kröfur

 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Jákvæðni og lausnamiðun
 • Tölvufærni
 • Gott vald á íslensku og ensku

Fríðindi í starfi

 • Góður aðbúnaður
 • Sveigjanlegt starfsumhverfi
 • Stytting vinnuviku
 • Jafnlaunavottun 

Umsókn skal fylgja

 • Ferilskrá
 • Kynningarbréf
 • Upplýsingar um meðmælendur

Gögnin skal senda Tinnu Halldórsdóttur, yfirverkefnastjóra innri mála, [email protected]

Umsóknarfrestur er til 26. júní.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og AFLs. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða um 8. ágúst. 

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn