Heildarkostnaður við verkefnin er 560 milljónir króna og sótt er um styrki fyrir samtals 193 milljónum króna. Samkvæmt áætlunum í umsóknum er gert ráð fyrri að verkefnin skapi alls 54 ársverk.

Ný Sóknaráætlun Austurlands var unnin á síðasta ári og tók gildi nú um áramótin. Uppbyggingarsjóður Austurlands er hluti af Sóknaráætluninni og áherslur sjóðsins taka mið af henni. Ný handbók var unnin fyrir umsóknarferlið en þar koma fram áherslur Sóknaráætlunar sem virðast hafa vakið áhuga og verið í samræmi við þarfir samfélagsins á Austurlandi.