Fiskur, fiskvinnsla, sjávarútvegur, matur, matarauður, Djúpivogur, atvinnulíf. Ljósmynd: Jessica Auer.

Fjölmargir kostir

„Í landshlutanum er unnið með gríðarlegt magn af sjávarafurðum. Þá á ég við uppsjávarfisk, bolfisk og lax. Þetta hráefni skapar fjölmörg tækifæri fyrir áhugasamt fólk að vinna eitthvað nýtt og spennandi með“ – Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Það verða nemendur í níunda og tíunda bekk sem taka þátt í keppninni en báðir árgangar hafa lokið við Sjávarútvegsskóla unga fólksins sem er samvinnuverkefni vinnuskóla sveitarfélaganna, Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum.

Undirbúningur að keppninni er þegar hafin en nemendur skólanna hafa fengið kynningu á keppninni og þeim aðferðum sem þau geta beitt við vinnslu hugmynda og munu næstu sex vikurnar geta unnið að sínum verkefnum sem hluta af sínu námi. Allir nemendur fá sama hráefni til að vinna með en um er að ræða kvarnir úr kolmunna, hráefni sem er ekkert nýtt í dag. Á undirbúningstímanum munu nemendur auk þess fá aðstoð og fræðslu frá „mentorum“ úr atvinnulífinu. Fjallað verður um aðferðir í nýsköpun og uppsetningu á sölukynningu hugmyndar eða lokaafurðar svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar