Þórhallur Jóhannsson. landvörður, atvinnulíf, snæfellsstofa, vatnajökulsþjóðgarður, ferðaþjónusta. Ljósmynd: Jessica Auer.

Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar

Tilnefndu Frumkvöðulinn og Klettinn í ferðaþjónustu á Austurlandi.

Kletturinn

Viðurkenning þessi er veitt þeim aðilum sem um árabil hafa staðið í framlínu ferðaþjónustu á Austurlandi og með ósérhlífni og eljusemi stuðlað að framgangi og vexti atvinnugreinarinnar. Þeir eru bjargið sem ferðaþjónustan byggir á og eru öðrum fyrirmynd í að klífa örðuga hjalla til að ná handfestu á framtíðinni.

Frumkvöðullinn

Viðurkenning þessi er veitt þeim aðilum sem sýna áræðni og hugmyndaauðgi við uppbyggingu á þjónustu fyrir ferðamenn og stuðla með verkum sínum að aukinni fjölbreytni í atvinnugreininni á Austurlandi. Með framtaki sínu og frumkvæði ryðja þeir brautina og eru öðrum sem vinna við ferðaþjónustu nauðsynleg hvatning til dáða.

 

Rökstuddar tilnefningar sendist á [email protected] eigi síðar en 31. október n.k.