raunfærnimat

Reynslan viðurkennd

Markmið raunfærnimats er að meta með skipulögðum hætti hið óformlega nám til eininga og staðfesta hæfni einstaklingsins. Hér sést Hrönn Grímsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Austurbrú, aðstoða nemanda í raunfærnimati.

Nemendurnir eru í námi við Fisktækniskólann en þar er boðið upp á nám í faggreinum fiskeldis. Markmiðið með náminu er að auka við sérþekkingu nemenda á þáttum sem öll fyrirtæki í fiskeldi eru að vinna að en eins og margir vita hefur fiskeldi vaxið hratt á síðustu árum á Austurlandi og aukin þörf fyrir vel menntað og þjálfað starfsfólk.

Raunfærnimatið fer fram í gegnum „Teams“ en sá háttur er oftast notaður sem gerir raunfærnimat einstaklega auðvelt í framkvæmd. Með okkur er svo matsaðili frá Fisktækniskólanum. Alls fara fjórir nemendur í gegnum matið þessa dagana en Austurbrú mun bjóða upp á það aftur á nýju ári. Við hvetjum því áhugasama um að hafa samband en raunfærnimat í fisktækni getur hentað fólki með ýmis konar reynslu s.s. úr fiskimjölsverksmiðjum, frystihúsum, sjómennsku o.fl.

Austurbrú hefur annast raunfærnimat í ýmsum greinum síðustu ár. Hugtakið „raunfærni“ þýðir einfaldlega samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum, fjölskyldulífi og annarri reynslu. Markmið raunfærnimats er að meta með skipulögðum hætti hið óformlega nám til eininga og staðfesta hæfni einstaklingsins. Reynslan hefur sýnt að þetta ferli getur aukið sjálfstraust og styrkt stöðu fólks á vinnumarkaði.

Nánari upplýsingar um raunfærnirmat.

Nánari upplýsingar


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]