Matarmót matarauðs Austurlands

Matur í náttúru Austurlands

Matarmót Matarauðs Austurlands verður haldið 21. október í Hótel Valaskjálf.

Landsins gæði – Matur í náttúru Austurlands

Matarmót Matarauðs Austurlands verður haldið 21. október í Hótel Valaskjálf frá kl. 12:00 til 17:00. Þar verða í boði málstofur auk þess sem matvælaframleiðendur á Austurlandi kynna sína framleiðslu og bjóða upp á smakk. Hvort sem þú ert veitinga- eða söluaðili, langar að hefja framleiðslu eða ert áhugamanneskja um austfirskan mat og matarmenningu, þá er þetta viðburður fyrir þig.

Nauðsynlegt er að skrá sig. Sýnendur greiða hóflegt gjald fyrir þátttöku í viðburðinum.

Fyrsta Matarmótið á Austurlandi fór fram í fyrra.