Námskráin miðar við 80 klukkustunda nám.  Námið er hvort tveggja verklegt og bóklegt sem skiptist í tvær lotur.  Fyrri lotan er að mestu í fjarnámi en sú síðari meira verkleg.

>> Í fyrri lotunni verður farið í hugmyndavinnu, markaðsgreiningu, verk- og kostnaðaráætlanir, leyfi, sjóði og umsóknir.

>> Í seinni lotunni verður nemendum leiðbeint um vöruþróun og framleiðslu á vöru. Unnið er í vottuðu tilraunaeldhúsi Hallormsstaðaskóla.

Markmið smiðjunnar er að námsmenn öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og framleiðslu á matvælum. Einnig er mikil áhersla lögð á að nemendur fái innsýn í helstu verkferla í matvælaframleiðslu.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið heimilar að Matarsmiðjuna – Beint frá býli megi meta til allt að 10 framhaldsskólaeininga.

Fyrirkomulag
Matarsmiðjan Beint frá býli verður kennd frá október til loka janúar 2021. Fyrsti kennsludagur verður 14. október frá 16:00–19:00 í húsnæði Austurbrúar á Egilsstöðum – Vonarlandi, þar sem námsleiðin verður kynnt og þátttakendur og leiðbeinendur kynnast.  Síðan fer kennslan fram rafrænt og í lengri verklegum lotum til skiptis. Drög að skipulagi námsins má finna hér, með fyrirvara um breytingar vegna Covid-19, veðurs og annarra þátta sem mögulega geta haft áhrif á skipulagið. Þegar um fjarkennslu er að ræða eru þátttakendur hvattir til að sækja fyrirlestrana saman á starfsstöðvum Austurbrúar. Náminu lýkur með verklegum hluta í janúar 2021, í húsnæði Hallormsstaðarskóla.

Verð: 34.000.- (með fyrirvara um breytingar á verðskrá Fræðslusjóðs).  Nemendur eru hvatt til að nýta sér styrki stéttarfélaga til menntunar. Þú getur skráð þig með því að smella hér

Síðasti skráningardagur: 27. september 2020.


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]

Fréttir