Sigfinnur Björnsson verður verkefnastjóri fræðsluþjónustu við fyrirtæki og kemur að starfrænni kennsluþróun. Hann hefur starfað við fjölbreytt kynningar, stjórnunar og þjónustustörf í ferðaþjónustu. Sigfinnur er með BSc í ferðamálafræði og fjallað um markaðsumhverfi og markaðstækifæri í ferðaþjónustu á Egilsstöðum og nágrenni í lokaverkefni sínu. Hann starfar frá Egilsstöðum.

Björn Ingi Knútsson kemur inn tímabundið sem yfirverkefnastjóri. Hann mun leiða verkefni tengd samgöngum og atvinnuþróun. Björn Ingi hefur víðtæka alþjóðlega reynslu og hefur verið sjálfstætt starfandi rekstrar og flutningsráðgjafi s.l. 10 ár. Hann var td. faglegur ráðgjafi Austurbrúar vegna beins flugs til Egilsstaða ásamt öðrum verkefnum á sviði samgangna. Hann er með skipstjórnarréttindi og fór í framhaldsnám í breskum háskóla í hafnar- og flutningastjórnun. Hann hefur aðsetur á starfstöðinni á Egilsstöðum.

Berglind Einarsdóttir er ráðinn sem verkefnastjóri í tímabundin verkefni við þróun kennslu fyrir fólk með íslensku sem annað tungumál. Berglind hefur víðtæka reynslu af skólastarfi og hefur ma. kennt íslensku fyrir útlendinga hjá Austurbrú. Hún hefur jafnframt reynslu af rekstri ferðaþjónustufyrirtækis. Berglind er með BA í íslensku og B.mus.Ed í söng. Hún starfar frá Djúpavogi.

Fréttir